Apr 13, 2010

Google Apps námskeið í ISNIC-salnum

Þar til fyrir fáum árum þótti nauðsynlegt að kunna á stýrikerfið Windows og Microsoft hugbúnað. Þetta hefur breyst með tilkomu Internetsins. Nú er mikilvægara að kunna að nýta sér hugbúnað, sem sérstaklega er þróaður fyrir Internetið. Google hugbúnaður er fremstur í flokki hugbúnaðar fyrir Internetið og því hefur ISNIC ákveðið að leggja sitt af mörkum til kynningar á honum í samstarfi við sprotafyrirtækið Atmos ehf. sem er viðurkenndur þjónustuaðili fyrir "Google Apps", eins og "skýið" er kallað.

Atmos heldur Google Apps námskeið fyrir eintaklinga og fyrirtæki í ISNIC-salnum á 17. hæðinni í Höfðaturni í apríl og maí sem hér segir:

16. apríl. Kynning kl. 12.30 - 13.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
26. apríl. Uppsetning á Google Apps. (2 tímar).
11. maí. Grunnnámskeið I. (3 tímar).
12. maí. Grunnnámskeið II og III (3+1 tími).

Skráning og nánari upplýsingar á: Atmos.is

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received

Webtree
To top