News ➜
Aug 21, 2007
➜ Biðsvæði fyrir lén tilbúið - fleiri nýjungar væntanlegar.
Aug 21, 2007
Biðsvæði fyrir lén tilbúið - fleiri nýjungar væntanlegar.
Eins og fram hefur komið urðu breytingar á stjórn og eignarhaldi Internets á Íslandi hf. sl. vor. Ný stjórn ákvað að strax skyldi hefjast handa við innleiðingu á löngu tímabærum breytingum sem starfsmenn og viðskiptamenn höfðu lengi mælst til að gerðar yrðu. Fyrsta skrefið af mörgum hefur nú verið stigið með upptöku á "
Biðsvæði fyrir lén". Að biðsvæðinu unnu Hafsteinn Baldvinsson forritari og Maríus Ólafsson netstjóri. Ólafur Ósvaldsson kerfissjóri hafði yfirumsjón með verkinu og sá um prófanir. Engin breyting var gerð að þessu sinni á öðrum þáttum skráningarferilsins. Lesið um fleiri nýungar sem eru á döfinni í fréttalista og takið þátt í umræðum um þær: http://lists.isnic.is/pipermail/domain/2007-August/000176.html