This website is for testing proposes only. Go to isnic.is

May 29, 2008

May 29, 2008

Rixinn er framlag ISNIC til netsamfélagsins

Fjarskiptahluti Intís heitir RIX (Reykjavík Internet Exchange) eða rix.is. Þar skiptast innlendir internetþjónustuaðilar á ip-umferð sín í milli til þess að spara kostnað og lágmarka flæði innlendrar netumferðar um útlandasambönd. Þjónustuaðilarnir sem tengjast Rixinum eru flest helstu fjarskiptafyrirtæki landsins sem bjóða upp á Internetsambönd.

Í samstarfssamningi félagsins við ICANN, sem fer með stjórn og samræmingu Internetsins í heiminum, og nýlega var staðfestur formlega, er grein sem hljóðar á þá leið að rótarlénsaðilarnir (Top Level Domain Managers) skuli leggja sitt af mörkum til þróunar og eflingar Internetsins á sínu svæði.

Internet á Íslandi hf. lítur á reksturinn á RIX sem framlag félagsins til eflingar innlenda hluta Internetsins. Þannig dekka rekstrartekjurnar af Rixinum, eins og hann er oftast nefndur, aðeins hluta af raunverulegum tilkostnaði við þjónustuna á hverju ári.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received