Þessi vefur er fyrir prófanir. Fara á isnic.is

29. sep. 2008

29. sep. 2008

Mikill trúverðugleiki .IS rótarlénsins

Rótarlén heimsins eru mjög misjöfn að gæðum. Tæknilegt öryggi rótarléna, magn ruslpósts sem berst frá þeim og áreiðanleiki upplýsinga (Whois) um rétthafa eru atriði sem byggja upp trúverðugleika rótarléna. Á fundi norrænnu NIC-fyrirtækjanna (NIC = Network Information Center), sem haldinn var í Þórshöfn í Færeyjum í sumar, var sérstaklega fjallað um öryggismál á Internetinu. Rótarlénin .fi Finnland, .no Noregur, .se Svíþjóð, .fo Færeyjar og .IS Ísland, eru öll meðal öruggustu og bestu rótarléna í heiminum samkvæmt McAfee-skýrslunni (06/2008).

Rótarlénið .IS mælist skv. McAfee fjórða besta og öruggasta rótarlénið í Evrópu hvað tæknilega uppsetningu, efnisinnihald, magn ruslpósts og trúverðugleika varðar.

Verstu rótarlén heimsins eru hins vegar: .info, .ro (Rúmenia), .ws Samoa Eyjar (sem fæst gefins), .hk (Hong Kong), .cn (Kína), .ru (Rússland), .cc (Cocos Eyjar, (fæst einnig gefins). Öll þessi lén eru flokkuð sem beinlínis varasöm. Á óvart kemur versnandi staða hinna vinsælu rótarléna; .net, .com, .biz og .org. Þau mælast með 2,32% til 21,95% villutíðni af skoðuðum tilfellum.

Til samanburðar mælist .is aðeins með 0,29% villutíðni. Finnska rótarlénið, .fi, mældist með 0,05% villutíðni, lægst allra léna. Nokkuð strangar reglur ISNIC um upplýsingagjöf rétthafa við nýskráningu, tíð sjálfvirk athugun á uppsetningu léna og kröfur ISNIC um viðhald uppsetningar, eru lykillinn að góðri stöðu rótarlénsins "punktur is".

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin