Þessi vefur er fyrir prófanir. Fara á isnic.is

7. apr. 2009

7. apr. 2009

RFC-1 40 ára

7. apríl er merkilegur dagur. Þennan dag árið 1969 var birt ritið RFC1 - Host Software eftir Steve Crocker. RFC stendur fyrir "Request for Comments", og er ritröð sem lýsir þeim stöðlum sem flest netsamskipti fylgja. RFC-1 lýsir NCP staðlinum sem var notaður frá 1969 til 1982 er honum var skipt út fyrir TCP staðalinn, sem enn er í notkun.

Til að fræðast nánar um tilurð Netsins og þróunina fram til þess, sem við í dag köllum "Internetið", má nota leitarorðin ARPANET, USENET, BITNET og til að fá söguna nær okkur má leita að upplýsingum um EUnet og NORDUnet (t.d. sögu netsins á norðurlöndum). Þróun og tilurð Veraldarvefsins fæst svo með því að fletta upp CERN og höfundum Tim Berners-Lee og Robert Caillau.

ISNIC sér um skráningu .is-léna og rekstur nafnaþjóna (DNS) fyrir rótarlénið .IS DNS kerfið í núverandi mynd byggir á staðlinum RFC1033, sem upphaflega var gefinn út í nóvember 1987. Síðan hafa auðvitað orðið breytingar sem lýst er í síðari RFC útgáfum.

ISNIC

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin