Þessi vefur er fyrir prófanir. Fara á isnic.is

24. jún. 2009

24. jún. 2009

Áframsending veffangs (e. Web Forwarding)

ISNIC hefur bætt við nýrri þjónustu sem nefnist áframsending veffangs.

Nú geta rétthafar .IS-léna valið að framsenda veffang lénsins á ákveðna vefslóð (vefsíðu) með því einu að smella á hnappinn "Áframsending veffangs" (sjá Mín síða eftir innskráningu) og skrifa slóðina (URL) sem framsenda skal á í þar til gerðan glugga. Einnig má setja inn IP tölu vefþjóns, með þeim fyrirvara að réttur vefur birtist, t.d. gæti þurft að skrá í vefþjón Host Header (IIS) eða Virtual Host (Apache). Einnig er boðið upp á að setja inn upplýsingar um hvert beina skuli tölvupósti lénsins (einungis eitt nafn póstþjóns).

Nýja þjónustan er lágmarksvefþjónusta á vegum ISNIC. Með henni vill ISNIC leggja sitt af mörkum til að koma lénum af biðsvæði ISNIC í virka notkun, koma .is-lénum sem vistuð eru erlendis heim og gera bloggurum og öðrum virkum aðilum á veraldarvefnum, sem ekki reka eigin vef enn sem komið er, kleift að nýta lénin sín með einföldum hætti. Bloggarar, svo dæmi sé tekið, ættu að kætast yfir nýju þjónustunni hjá ISNIC.

Áframsendiþjónusta ISNIC er endurgjaldslaus uns annað verður ákveðið.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin