Þessi vefur er fyrir prófanir. Fara á isnic.is

11. des. 2009

11. des. 2009

Fimm heilræði við skráningu léns

Sá sem skráir lén er ábyrgur fyrir skráningunni gagnvart þriðja aðila. Þótt hægt sé að skrá lénið presidentobama.is, er eins líklegt að bandaríska sendiráðið myndi gera athugasemdir, yrði það skráð af öðrum en forsetanum. Engin lén eru endurgreidd og því yrði tjónið á kostnað þess sem skrá myndi lénið.

Hér eru nokkur heilræði sem gott er að hafa í huga við skráningu léns:

1. Ekki skrá vörumerki í eigu þriðja aðila (ef vafi er fyrir hendi, skoðið þá els.is eins og bent er á í skráningarferlinu).
2. Ekki skrá nöfn þekktra einstaklinga (fræga fólksins) þau eru oft skráð sem vörumerki.
3. Ekki skrá nöfn tímarita, heiti kvikmynda, bókatitla og síður nöfn bæja, borga eða staða.
4. Ekki skrá nöfn opinberra aðila s.s. ráðuneyta, sjúkrahúsa, orkuveitna o.s.frv.
5. Ef þú ert með hugmynd að góðu léni, þá haltu henni leyndri og skráðu lénið fljótlega. Oft kemur fyrir að þegar skrá á nýtt lén hefur einhver tengdur viðkomandi skráð það skömmu áður.

Munið að skráning .IS-léna er öllum opin og hindrunarlaus. Hún er á ábyrgð þess sem skráir lénið. Gott lén er gulli betra og oft eru bestu lénin ný orð eins og t.d. eitt dýrasta lén heims: google.is

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin