Þessi vefur er fyrir prófanir. Fara á isnic.is

25. jún. 2010

25. jún. 2010

ICANN nr. 38 fjallaði mest um öryggismál

Öryggi Internetsins var efst á baugi á 38. almenna fundi ICANN, sem fram fór í vikunni í Brussel. ICANN fer með samræmingu og stjórn Internetsins fyrir hönd IANA, sem ISNIC er aðili að. Misnotkun léna í ólöglegum tilgangi er eitt helsta áhyggjuefni þeirra sem starfa að rekstri grunnkerfa Internetsins á heimsvísu. Hlutverk grunnskráningaraðila (e. registry) eins og ISNIC er, er m.a. að afla og viðhalda réttum upplýsingum um rétthafa léna í svokölluðum Whois-gagnagrunni og gera þær aðgengilegar.

Sammerkt með þeim lénum sem hafa fallið í áliti og trausti vegna misnotkunar (dæmi: .info, .biz, .net, .tk, .ru, .cn) er að svonefndum Whois-upplýsingum um mörg þeirra er bæði erfitt treysta og að nálgast. ISNIC kappkostar að birta opinberlega traustar og haldgóðar "Whois-upplýsingar" um .is lén á vef sínum og mun gera svo áfram. Með því að viðhalda traustum og opnum Whois-gagnagrunni er öryggi og traust .is léna best tryggt.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin