Þessi vefur er fyrir prófanir. Fara á isnic.is

23. ágú. 2010

23. ágú. 2010

Náðu árangri á Internetinu

Næsta námskeið í ISNIC-salnum fjallar um markaðssetningu á Internetinu, 2.-3. september, sem Hjörtur Smárason frá Scope Communications heldur. Á námskeiðinu læra þátttakendur að nýta sér tækifærin sem Internetið býður upp á, en forðast um leið hætturnar sem þar leynast. Kenndar verða aðferðir sem þátttakendur geta strax nýtt sér til árangurs og sýnd dæmi af því hvað virkar og hvað ekki.
"Með yfir 190.000 Íslendinga á Facebook, og tilkomu annarra netmiðla eins og Twitter, Youtube og Google.is, hefur markaðsumhverfi fyrirtækja gjörbreyst," segir í tilkynningu frá Hirti, sem ku vera einn reyndasti og besti fyrirlesarinn á þessu sviði hérlendis.

Skráðu þig núna og náðu árangri á Internetinu

Isnic-salurinn er í húsnæði ISNIC á 17. hæðinni í nýja skrifstofuturninum við Höfðatorg steinssnar frá Hlemmi. Hann stendur fyrirlesurum, ráðgjöfum og öðrum sem bjóða upp á internet-tengt kennsluefni til boða gegn vægu gjaldi. Önnur bókuð námskeið eru "Google-Apps" á vegum Atmos.is og MTB (Menntun, tækifæri, breytingar), sem Jón Bjarni Bjarnason markþjálfi heldur í samstarfi við Vinnumálastofnun í ISNIC-salnum á komandi vetri.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin