Þessi vefur er fyrir prófanir. Fara á isnic.is

11. des. 2011

11. des. 2011

Þúsund króna lækkun á árgjaldi .is-léna

Stjórn ISNIC samþykkti sl. haust eittþúsund króna lækkun á árgjaldi .is-léna. Árgjald léna verður framvegis kr. 6.982 m/vsk. Lækkunin kemur fram á reikningum með útgáfudagsetningu frá og með 11. desember 2011. Þennan dag voru 25 ár liðin frá því fyrsta .is-lénið á Íslandi, hi.is, var skráð. Sjá skráningarskírteini hér.

Mikilli fjölgun léna, sérstaklega undanfarin 4 til 5 ár, gerir ISNIC kleift að lækka árgjaldið um 12,5% þrátt fyrir all miklar kostnaðarhækkanir. ISNIC vonast til þess að lækkun árgjaldsins stuðli að enn meiri fjölgun léna, en fjöldi þeirra er nú um 36.000, eða ríflega tvöfallt meiri en hann var í ársbyrjun 2007 þegar ný stjórn tók við ISNIC.

Söguskýring: Síðasta verðbreyting hjá ISNIC var 1. nóv. 2008 er stofngjald léna, kr. 4.532.- var fellt niður. Fyrsta lækkun áskriftargjaldsins var vegar 31.12.1998, eða fyrir 12 árum. Þá var greitt mánaðarlega fyrir lén og lækkaði gjaldið þá um 10%, úr kr. 975.- án vsk. á mánuði í kr. 878.- Árgjaldið árið 1998 var því kr. 14.683.- m.vsk. Hefði gjaldið hækkað m.v. samræmda vísitölu neysluverðs, en ekki lækkað eins og raun ber vitni, væri það nú kr. 23.179! Árgjald léna hefur lækkað nokkrum sinnum á þessu tímabili og nemur lækkunin samtals um 70% að raungildi á tólf árum. Nafnverðslækkun árgjaldsins (lækkunin í krónum talið) nemur 52%. Geri aðrir betur! 

 

Skráðu þitt eigið .is-lén: Ef þú hefur ekki skráð lén áður þarftu fyrst að skrá þig hér og fá þannig aðgang að lénaskráningu ISNIC. Skráning léns er á allra færi. Biðsvæði er frí þjónusta og sjálfvalið ef þú ert ekki tilbúinn að virkja lénið um leið og það er skráð.

Sé greitt með greiðslukorti líða aðeins um 20 mínútur þar til lénið er orðið virkt. Því næst er að koma léninu í hýsingu hjá skráðum þjónustuaðilum ISNIC, sem uppfylla gæðakröfur ISNIC fyrir vistun .is léna, eða áframsenda það á gefna vefslóð, t.d. blogsíðu eða Facebook.

Notkun léna fyrir tölvupóstfang á eigið lén fer sífellt vaxandi, en gott og traust netfang (Email) er lykilatriði þegar byggja á upp trúverðugleika í netviðskiptum. Ár eftir ár hafa .is lén mælst vera á meðal traustustu og best upp settu léna í heimi eins og sjá má á bls. 13 í nýjustu skýrslu McAfee.

 

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin