Þessi vefur er fyrir prófanir. Fara á isnic.is

17. júl. 2008

17. júl. 2008

Sjálfvirk endurnýjun léns með greiðslukorti

Internetið verður sífellt mikilvægara eftir því sem fleiri þjónustur reiða sig á virkni þess. Auglýsing, sem sýnir fyrirtæki sem er í rúst eftir að Netið datt út, lýsir vel ástandinu sem skapast þegar enginn tölvupóstur berst og fyrirtækjavefurinn hverfur skyndilega! Ein ástæða þess að "Netið dettur út" kann að vera sú að gleymst hefur að greiða árgjaldið fyrir .is lénið hjá ISNIC. Þetta getur gerst, þrátt fyrir að ISNIC-kerfið sendi aðvaranir til rétthafa og greiðanda, t.d. ef innskráð netfang (email) í Whois rétthafaskrá ISNIC (sjá efst til hægri) er ekki lengur gilt eða rangt. Lokun léna er rafræn og berist engin greiðsla fyrir eindaga, lokast lénin sjálfkrafa næsta virka dag.

Sjálfvirk endurnýjun. Nú er hægt að minnka áhættuna á því að lénið lokist óvart af ofangreindum ástæðum með því að skrá greiðslukort inn hjá ISNIC og setja lénið í svokallaða sjálfvirka endurnýjun. Greiðslukortið er skuldfært 60 dögum áður en eindagi árgjaldsins rennur upp. Einnig er hægt að greiða stofngjöld nýrra léna með korti og setja þau í sjálfvirka endurnýjun jafnharðann. Greiðslugátt ISNIC opnaði 10. júlí sl. Innlendir jafnt sem erlendir viðskiptamenn tóku nýju þjónustunni opnum örmum og fyrstu vikuna voru þrjú af hverjum fjórum nýjum lénum greidd með korti. Áfram verður unnið að ýmsum breytingum sem miða að því að einfalda og bæta þjónustu ISNIC. Í haust verður svo settur upp nýr ISNIC-vefur.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin